Saturday, June 5, 2010

Dýrin á bænum :-)

Nú er kettlingakrúttutími á heimilinu. Kettlingarnir fimm hennar Eddu eru að verða mánaðar gamlir og verða fallegri og skemmtilegri með hverjum deginum sem líður! :-)


Eddumömmu fannst börnin sín orðin nógu stór til að kynnast Krumma "frænda". 
Mía litla var fyrst til að hitta Krumma. Edda leiddi þau til að hittast í dyragættinni.
Mía litla stækkaði furðuhratt við það að sjá "frænda sinn" ...
og hraðar en nokkur gat gripið inn í, stækkaði og breyttist litla Mía krútta og varð eins og skrímsli um sig! Og hljóðin maður!! Krumma leist ekkert á blikuna og bakkaði inn eftir ganginum.
 Mía litla sneri sér að mömmu sinni og kallaði: "Mamma, ég gat látið hann leggjast!"
"UssUsuss!" sagði Edda. "Þið eigið að vera vinir Mía mín." 
"Já, ég er alveg ágætur sko" sagði Krummi svolítið sár í rödinni. 
En þau sættust auðvitað þegar hin gamla og vitra Eddamamma sagði þeim að dýrin í skóginum ættu öll að vera vinir. :-)
"Nei, og annar?" spurði Krummi. 
"Já, já, þeir eru sko fimm í allt" sagði hin stolta móðir :-)
"En gaman og þeir eru svo sætir og fínir, ég hlakka til að kynnast þeim betur" sagði Krummi og knúsaði Eddu "systur" sína.
"Þú ert bestastur, Krummi minn" sagði Edda og smellti stórum kossi á hann bróður sinn :-)