Thursday, November 26, 2009

Kisukrútt og Vinátturefill

Það dimmir og kólnar úti en hjartað tekur stöðug hamingjuhopp yfir litlu dásamlegu kisusnúllunum.

Mamman er þvílíkt stolt yfir krílunum sínum enda er það ekki að undra :-)

Allir hrúgast á spena og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt þá byrja að mala. Mamman malaði allavega eins og vel smurð hjartavél :-)

Enn eiga augun það til að rúlla til hliðar, ekkert smá sætt haha
 
 Það er svo gott að kúra saman í hrúgu, finna ylinn hver frá öðrum og heyra malið í mömmu sín.

Frá miðri krútthrúgunni er svo hægt að byrja að skoða heiminn,
það er greinilega margt forvitnilegt sem á eftir að rannsaka ...

En fyrst um sinn þarf að drekka og stækka í öruggum mömmufaðmi.

Og nú er best fyrir mig að halda áfram að undirbúa sýninguna á Vináttureflinum sem við ætlum að opna 10. desember í sal Alliance Francaise í Tryggvagötunni :-)

Kíkið bara á heimasíðuna og skoðið alla frábæru vináttubútana og fleiri eru að bætast við :-)
Viltu vera með? www.ragjo.is

Friday, November 6, 2009

Krúttfæðing Alexar :-)

Jæja þá er hún Alex ... ég meina Hennar Hátign Lafði Alexandra af Hafnarfirði, orðin léttari. Og þvílík krútt sem komu í heiminn!

Embla Sól er þvílíkt montin af kisunni sinni.


Svo þurfti Embla að vera viss um fjöldann ...


"Einn, tveir, hrír, fjóri, fimm! mamma það eru fimm kettlingar!"


Einn close up. Þessi er greinilega afkvæmi "Blörra" :-)


Alex fylgist vel með þegar við knúsum litlu krílin.


Einn er svo óákveðinn í litavali, hann er með brúnbröndótt andlit og hálft bak, svart á kollinum og grátt frá miðju baki og afturúr! Svo er einn alveg einlitur brúnsvartur, einn einlitur grár, einn grábröndóttur og einn brúnbröndóttur. En allir eru algjörar krúsidúllur :-)


Það er greinilega ekki alveg jafnskipt gæðunum í móðurkviði. Sjáiði stærðarmuninn á þessum svarta og þessum ... litaóákveðna.


Æ, þetta er svo sætt :-)