Friday, November 6, 2009

Krúttfæðing Alexar :-)

Jæja þá er hún Alex ... ég meina Hennar Hátign Lafði Alexandra af Hafnarfirði, orðin léttari. Og þvílík krútt sem komu í heiminn!

Embla Sól er þvílíkt montin af kisunni sinni.


Svo þurfti Embla að vera viss um fjöldann ...


"Einn, tveir, hrír, fjóri, fimm! mamma það eru fimm kettlingar!"


Einn close up. Þessi er greinilega afkvæmi "Blörra" :-)


Alex fylgist vel með þegar við knúsum litlu krílin.


Einn er svo óákveðinn í litavali, hann er með brúnbröndótt andlit og hálft bak, svart á kollinum og grátt frá miðju baki og afturúr! Svo er einn alveg einlitur brúnsvartur, einn einlitur grár, einn grábröndóttur og einn brúnbröndóttur. En allir eru algjörar krúsidúllur :-)


Það er greinilega ekki alveg jafnskipt gæðunum í móðurkviði. Sjáiði stærðarmuninn á þessum svarta og þessum ... litaóákveðna.


Æ, þetta er svo sætt :-)

3 comments:

Anonymous said...

Þeir eru yndislega mikil krútt, en hvað segir krummi, er hann ekkert abbó hann er æði.
Er ekki annars allt í sómanum í firðinum mínum fagra.
Kærleik til þín og þinna
Milla

RagJó said...

Hæ Milla, já þau eru algjör krútt þessi litlu kríli :-) ég ætla að setja inn fleiri myndir þegar tölvumálin mín komast í lag. Krummi er dauðhræddur við að koma nálægt kettlingunum haha enda mamman dugleg að passa þá ;-)
Bestu kveðjur og Ljós til þín
og takk fyrir innlitið
Ragga

Ásthildur Cesil. said...

Alltaf jafn fallegar myndirnar hjá þér Ragnhildur mín. Yndislegt að skoða. Knús.