Monday, October 26, 2009

Stóri litli Krummi bloggar

Ég Krummi, ákvað að skrifa ykkur nokkrar línur á tölvuna eins og mamma gerir alltaf.

Það skemmtilegasta sem ég veit er að vera úti í garði og fylgjast með umhverfinu. Þar eru fuglar að fljúga og fólk að labba framhjá. Bílar og kettir eða einhver að gera við húsið sitt. Alltaf eitthvað að sjá og fylgjast með.

 Hérna get ég setið tímunum saman. Mamma segir að ég sé stór lítill strákur. 
Sjáið þið augnsvipinn minn? þennan nota ég óspart þegar mig langar eitthvað .... og hann virkar alltaf ;-)
Mamma útbjó langt band svo ég gæti verið einn hérna úti að horfa, þurfti ekki annað en þetta augnaráð ... ;-)


 Og svo er ýmislegt inni í garðinum sjálfum, þó ekki sé hann stór. Fallegir litir finnast á sumum plöntunum ennþá, svo er allskyns lykt og mosi ...
 
... sem þarf að smakka.

Þessi vínrauði er svo fallegur :-)
 
Og þessi græni, mér var sagt að þetta minnti eitthvað á jól ... hvað ætli það sé?!

Mér finnst líka óstjórnlega skemmtilegt að leika við kisurnar á heimilinu. En einhverra hluta vegna eru þær ekki allar sammála mér með það. Edda fer til dæmis oft inn í dúkkuhús og ég næ henni ekkert þar.

Svo er það aðaldrottningin á heimilinu hún Alex (ansi feit, finnst ykkur ekki?). 
Hún vill alls EKKERT tala við mig, mamma segir að hún verði bráðum mjórri .... 
ég skil það nú ekki ... en mér skilst að þá verði fjör ...



2 comments:

Sigrún Grindjánastelpa said...

Krummi minn
Mikið eru fallegir litirnir í garðinum þínum. Endalaus fegurð í haustinu :)
Mér sýnist þú hafa kynnst því hvað kettir geta verið klókir. Fela sig bara í dúkkuhúsum þegar þeir nenna ekki að leika. En veistu, það er ábyggilega satt, að á jólunum verður gaman. Og mikið fjör.. ekkert vera að segja henni mömmu þinni það...en, ég held hún hafi kannski eitthvað misskilið söguna um jólaköttinn. Hún nefnilega fyllir húsið af litlum fjörugum kattarkrúttum fyrir hver jól :) Og þá áttu eftir að eignast fjöruga leikfélaga, trúðu því ;)
Ég bið kærlega að heilsa mömmu þinni, þú kannski kyssir (sleikir) hana frá mér :) Bestu kveðjur, Sigrún

RagJó said...

Takk takk Sigrún Grindjánastelpa :-)
Kisur eru skrítið fólk og kunna ekkert reglurnar enda sýnist mér ekki gilda neinar reglur um ketti (sem er mjög ósanngjarnt!).
Já, það er eitthvað með þessar jólakisur ... ég held að kettir séu að reyna að taka yfir heiminn ...
En ég skila nú samt kveðju til mömmu og bið að heilsa kattardekurrófunum þínum.
knús
Krummi