Friday, October 2, 2009

Hléseyjar Dúfa Hnoss , minning

Elsku hjartans fallega ljúfa Dúfan mín fékk hjartaáfall í gærkvöldi. Hún er farin á himneskar heiðar.
Við trúðum því að hún væri á hægum batavegi eftir eitthvert eitur eða hvað það var sem hún borðaði. Við fáum sennilega aldrei útskýringu á því hvað það var eða hvar hún fann það.

Magni litli Víkingakisi tók á móti henni á innri sviðunum, ásamt gömlu Pollýönnu minni og Punkti og Engli litla kisustrák. Það er kominn heill dýrahópur frá okkur sem er í umsjón pabba þarna hinumegin.

Dúfan og Magni litli voru alltaf perluvinir, nánast eins og systkin enda jafngömul. Hann lést eftir slys í sumar.
Nú geta þau kúrað saman aftur.


Dúfan mín var uppátækjasöm, glöð og mikill lífskraftur sem einkenndi hana. Ljúf og góð við hin dýrin á heimilinu og tók honum Krumma litla, nýja hvolpinum svo vel.

Við höfðum séð fyrir okkur að þau tvö yrðu svo góð saman í framtíðinni.
En í stað þess að dvelja við þá hugsun, einblínum við á allt það fallega og góða sem Dúfa kenndi okkur í sínu stutta lífi. Þær eru óendanlega margar og góðar minningarnar sem við höfum um hana.

Það verður ekki auðvelt að útskýra fyrir henni Emblu Sól á eftir, hvað varð um bestu vinkonuna/"systur" hennar.

Elsku hjartans Dúfa mín þakka þér fyrir þessi tvö dýrmætu ár sem þú gafst okkur. Minningarnar eru ómetanlegar til að ylja sig við um ókomin ár.

Hún var svo sannarlega falleg hún Hléseyjar Dúfa Hnoss.


6 comments:

Anonymous said...

Fallegt!

Anonymous said...

Æj fyrirgefðu, þetta er s.s ég, Guðrún frænka.

Unknown said...

Elskurnar mínar, mikið samhryggist ég ykkur. Bestu kveðjur, ég veit að þið eigið margar góðar minningar til að gleðja ykkur við.
Kveðja, Gréta

Hanna said...

Ragga mín og þið öll
stundum skiljum við ekki alveg hvers vegna lífið er eins og það er.
Hún Dúfa átti hjá ykkur góða daga, þessi ljúfa og fallega hundastelpa. Hún á eftir að skottast í kringum ykkur heil og björt um langa framtíð, laus við veikindi og kvöl.
Áður en langt um líður breystist harmurinn í þakklæti en þangað til bið ég góða vætti að styrkja ykkur

Anonymous said...

Elsku Ragnhildur. Mikið er þetta erfitt fyrir ykkur öll, en ég dáist að þér fyrir jákvæðnina og raunsæið eftir að lesa fallegu minningarnar um hana Dúfu litlu. Megi algóður Guð gefa þér styrk í sorginni og hjálp við að segja Emblu litlu frá Dúfu.
Samúðarkveðjur
Sveinbjörg

Ásdís Sig. said...

Mikið er þetta sorglegt, ég get ekki annað en fellt tár yfir þessum elskum, fyrst Magni og svo hún, ég man hvað ég grét þegar kisa mín dó fyrir nokkrum árum, ég var óhuggandi. Sendi þér hlýju og kærleik og ykkur öllum elsku vinkona.