Monday, September 28, 2009

Dúfusagan framhald :-)

Dúfan mín er öll að koma til en það tekur tíma að jafna sig af svona alvarlegri eitrun. Hún er aðeins farin að borða vissan mat, við gefum henni lyfin sín svo hvílir sig mikið en hreyfir sig inn á milli. Við förum út og viðrum okkur og hlustum á yndislega fuglasönginn :-)

En ég hef verið að hugsa að það er eins gott að fólk passi upp á hvað hundarnir eru að hnusa í úti. Kenningin er að Dúfa hafi kannski étið ofskynjunarsveppi. Reyndar er það ekki alveg fullvíst og verður kannski seint sannað alveg. Við fundum sveppi í bakgarðinum okkar en höfum ekki þekkingu í að greina þá nákvæmlega. Samkvæmt gúgli gætu þetta verið stórhættulegir sveppir en hvað vitum við svosem.
Er einhver sem þekkir þetta?

Svona líta þeir út að ofan og undir. 


 Dúfa horfir á Krumma litla fjörkálf leika með "bróður sinn bulldoginn". Hann er frekar fyndinn með þennan stóra bangsa út um öll gólf og sofnar svo hjá honum líka :-)
Elsku Dúfan mín er enn þreytt og þarf mikla hvíld en hún er á greinilegum batavegi.

Þarna eru Krummi litli og Embla Sól í góðu stuði, Dúfu finnst þetta gaman en kannski fullmikið af því góða. Enda fór hún svo að leggja sig í friði á meðan litlu grislingarnir héldu áfram að leika sér :-)





Er þetta ekki bara dásamlegt :-) Þau ná svo vel saman eins og Embla Sólin mín og Dúfa ná vel saman. Kisurnar eru farnar að koma nær hvolpinum og tala við hann. En allt á rólegu nótunum og þær eru misfljótar kisurnar að bjóða svona nýtt kríli velkomið.

Við erum enn að reyna að átta okkur á þessu með Dúfu. Þessi helgi hefur verið algjör rússibanaferð í tilfinningum. Dýralæknarnir á Dýraspítalanum í Garðabæ eru algjörar hetjur og eiga miklar þakki skilið. Þar var allt sett á fullt og rannsakað eins og hægt er og rétt lyf gefin. Umhyggjan og hlýjan í fyrirrúmi. Við munum seint getað þakkað þeim þessa lífsbjörg. Og þið elsku vinir mínir þakka ykkur allar fyrirbænirnar, þegar við höldumst öll í hendur og öll ráð eru notuð saman þá er ekki spurning um góða lausn. :-)

Saturday, September 26, 2009

Vindar blása en sólin skín samt :-)

Vindar blása, það er haust og stundum skellur kuldinn og rokið á mjög skyndilega.



Þannig var það hjá okkur í gærmorgun. Hún Dúfa mín yndislegust veiktist skyndilega. Hún hafði étið eitthvað, eitraða sveppi eða eitthvað sem við vitum ekki hvað var en orsakaði mikla bakteríusýkingu í öllum meltingarveginum með tilheyrandi upp og niðurköstum. Og svo þar að auki ofskynjanir, rugl og máttleysi. Henni var ekki hugað líf um tíma.

Um miðjan dag í gær kom hún heim eftir lyfjagjöf og rannsóknir, af Dýraspítalanum í Garðabæ og hélt ekki höfði. Okkur voru ekki gefnar miklar vonir með hana.

Um kvöldið fór hún þó öllum að óvörum að skrölta á fætur og meira að segja lyfti fallega skottinu sínu í smá stund. Hún svaf vel í nótt og vaknaði ótrúlega hress í morgun. Við mættum í lyfjagjöf klukkan tíu í morgun, dýralæknirinn tók á móti okkur með miklum undrunarsvip. Dúfa sem gat ekki hreyft sig í gær, skokkaði létt við hlið okkar inn á læknastofuna. Dýralæknirinn lyfti höndum og varð á orði að þetta væri kraftaverk :-)

Ég kallaði eftir fyrirbænum handa henni Dúfu minni í gær. Ég veit að margir urðu til að svara því kalli og það skilaði sér svo sannarlega!  

Þúsund þakkir til ykkar sem senduð henni Ljós og bænir. Þetta getum við þegar við leggjum krafta okkur saman :-)

Thursday, September 24, 2009

Krummi flytur inn :-)

Þetta Líf er svo spennandi, maður veit aldrei hverju það tekur uppá næst
Það er greinilegt að það er fylgst með manni og hlutirnir hreinlega réttir upp í hendurnar á manni. Stundum þannig að manni líst ekkert á blikuna en lærir svo eitthvað af því en stundum þannig að maður tekur andköf af fögnuði
bjarni-kikir-yfir.jpg

Í gær og í dag voru þannig dagar.

Ég fékk semsagt símhringingu þar sem góð vinkona mín spurði hvort ég vissi um gott heimili fyrir lítinn hvolp ... þarf ég að segja meir? ...

Á meðan á því símtali stóð heyrði ég í lítilli rödd í hjartanu sagði: "þessi litli hvolpur er ætlaður til að búa hjá okkur." Eftir því sem ég veitti röddinni meiri athygli, stækkaði hún og varð ákveðnari og gaf mér nafn á hundinn!

Ég ákvað að kíkja allavega á hann .... Við fórum og heimsóttum yndislegt heimili sem því miður, vegna sérstakra ástæðna gat ekki haft krúttið hjá sér.

krummi-hvolpur.jpg

Þetta mætti mér í dyrunum ..... og ekki allt búð enn: hann teygði upp framloppurnar og horfði á mig þessum djúpvitru augum og sagði: "Viltu taka mig upp?" Ég auðvitað lyfti honum upp, hann gerði sér lítið fyrir og tók utan um hálsinn á mér og kúrði í hálsakot þar til allir í kring sögðu: "aaaaaawwwww" ................ Þar með var bara ekkert aftur snúið.

Fjölskyldufundurinn um kvöldið með myndum og sögum skilaði auðvitað bara jákvæðum atkvæðum.

Og Krummi flutti inn

dufa-tekur-a-moti-krumma.jpg

Ef það voru einhverjar áhyggjur um hvernig Dúfa tæki þessum nýja einstaklingi á heimilið, þá voru þær ekki lengi að hverfa.

hundaknus2.jpg

Hún ákvað að EIGA hann
Dúfa tók hann Krumma litla að sér til að ala upp og leika sér við. Hún er eins og sambland af mömmu og systur ... kannski svona stórasystir

En þó maður elski einhvern í tætlur þá eru ýmis takmörk. Krummi má ekki reyna að fara á spena, hann má ekki naga á Dúfu loppurnar og svo þarf Dúfa stundum að þykjast vera fullorðin og liggja bara kyrr í sófa
heyr_u-dufa_-viltu-koma-a_-.jpg
Krummi: "Heyrðu Dúfa, viltu koma að leika?"
Dúfa: "Ég þarf nú smá fullorðinshvíld. Kannski á eftir ..."

ger_u-tha.jpg

Krummi: "Gerðu það, gerðu það, gerðu það!!!"
Dúfa: "Hmmmmmmmm ....."

Dúfa: "OMG þessi smábörn"

Krummi: "Gerðu það, gerðu þa ......"

Dúfa: "Arrrrrgggghhhhhhh "

Krummi: "Úpppssss, ég gekk of langt"

Krummi: "Fyrirgefðu Dúfa mín bestust"
Dúfa: "............. Ok "

Krummi: "Er allt í lagi núna?"
D'ufa: "KOmdu þá, ég skal leika en bara þegar ÉG nenni því ...." ;)

Krummi: "Jibbýýý´!!! gaman!"

Bara krútt

Og hér er hann elsku litla krúttið okkar hann Krummi.
Ég er ansi hrædd um að hér á blogginu verði fleiri sögur af þessum krúttusnillingi sem datt svon yndislega í fangið á okkur.

Nýtt blogg


Nýtt blogg og nýr fjölskyldumeðlimur. Ég mun skrifa miklu meira fljótlega, þangað til er ég með blogg á ensku www.ragsandthings.blogspot.com
Sjáumst :-)