Thursday, September 24, 2009

Krummi flytur inn :-)

Þetta Líf er svo spennandi, maður veit aldrei hverju það tekur uppá næst
Það er greinilegt að það er fylgst með manni og hlutirnir hreinlega réttir upp í hendurnar á manni. Stundum þannig að manni líst ekkert á blikuna en lærir svo eitthvað af því en stundum þannig að maður tekur andköf af fögnuði
bjarni-kikir-yfir.jpg

Í gær og í dag voru þannig dagar.

Ég fékk semsagt símhringingu þar sem góð vinkona mín spurði hvort ég vissi um gott heimili fyrir lítinn hvolp ... þarf ég að segja meir? ...

Á meðan á því símtali stóð heyrði ég í lítilli rödd í hjartanu sagði: "þessi litli hvolpur er ætlaður til að búa hjá okkur." Eftir því sem ég veitti röddinni meiri athygli, stækkaði hún og varð ákveðnari og gaf mér nafn á hundinn!

Ég ákvað að kíkja allavega á hann .... Við fórum og heimsóttum yndislegt heimili sem því miður, vegna sérstakra ástæðna gat ekki haft krúttið hjá sér.

krummi-hvolpur.jpg

Þetta mætti mér í dyrunum ..... og ekki allt búð enn: hann teygði upp framloppurnar og horfði á mig þessum djúpvitru augum og sagði: "Viltu taka mig upp?" Ég auðvitað lyfti honum upp, hann gerði sér lítið fyrir og tók utan um hálsinn á mér og kúrði í hálsakot þar til allir í kring sögðu: "aaaaaawwwww" ................ Þar með var bara ekkert aftur snúið.

Fjölskyldufundurinn um kvöldið með myndum og sögum skilaði auðvitað bara jákvæðum atkvæðum.

Og Krummi flutti inn

dufa-tekur-a-moti-krumma.jpg

Ef það voru einhverjar áhyggjur um hvernig Dúfa tæki þessum nýja einstaklingi á heimilið, þá voru þær ekki lengi að hverfa.

hundaknus2.jpg

Hún ákvað að EIGA hann
Dúfa tók hann Krumma litla að sér til að ala upp og leika sér við. Hún er eins og sambland af mömmu og systur ... kannski svona stórasystir

En þó maður elski einhvern í tætlur þá eru ýmis takmörk. Krummi má ekki reyna að fara á spena, hann má ekki naga á Dúfu loppurnar og svo þarf Dúfa stundum að þykjast vera fullorðin og liggja bara kyrr í sófa
heyr_u-dufa_-viltu-koma-a_-.jpg
Krummi: "Heyrðu Dúfa, viltu koma að leika?"
Dúfa: "Ég þarf nú smá fullorðinshvíld. Kannski á eftir ..."

ger_u-tha.jpg

Krummi: "Gerðu það, gerðu það, gerðu það!!!"
Dúfa: "Hmmmmmmmm ....."

Dúfa: "OMG þessi smábörn"

Krummi: "Gerðu það, gerðu þa ......"

Dúfa: "Arrrrrgggghhhhhhh "

Krummi: "Úpppssss, ég gekk of langt"

Krummi: "Fyrirgefðu Dúfa mín bestust"
Dúfa: "............. Ok "

Krummi: "Er allt í lagi núna?"
D'ufa: "KOmdu þá, ég skal leika en bara þegar ÉG nenni því ...." ;)

Krummi: "Jibbýýý´!!! gaman!"

Bara krútt

Og hér er hann elsku litla krúttið okkar hann Krummi.
Ég er ansi hrædd um að hér á blogginu verði fleiri sögur af þessum krúttusnillingi sem datt svon yndislega í fangið á okkur.

2 comments:

Sigrún Grindjánastelpa said...

Hér átti sem sagt kommentið að lenda..en fór óvart á fyrri greinina.. Smá klaufó á ferð, þekki ekki þetta umhverfi hér..ennþá! :)

Þú kíkir bara einum neðar :) :)

Anonymous said...

Yndislegt og takk fyrir að deila þessum myndum með okkur, Krummi er algjör bræðari.
Knús knús
Milla