Vindar blása, það er haust og stundum skellur kuldinn og rokið á mjög skyndilega.
Þannig var það hjá okkur í gærmorgun. Hún Dúfa mín yndislegust veiktist skyndilega. Hún hafði étið eitthvað, eitraða sveppi eða eitthvað sem við vitum ekki hvað var en orsakaði mikla bakteríusýkingu í öllum meltingarveginum með tilheyrandi upp og niðurköstum. Og svo þar að auki ofskynjanir, rugl og máttleysi. Henni var ekki hugað líf um tíma.
Um miðjan dag í gær kom hún heim eftir lyfjagjöf og rannsóknir, af Dýraspítalanum í Garðabæ og hélt ekki höfði. Okkur voru ekki gefnar miklar vonir með hana.
Um kvöldið fór hún þó öllum að óvörum að skrölta á fætur og meira að segja lyfti fallega skottinu sínu í smá stund. Hún svaf vel í nótt og vaknaði ótrúlega hress í morgun. Við mættum í lyfjagjöf klukkan tíu í morgun, dýralæknirinn tók á móti okkur með miklum undrunarsvip. Dúfa sem gat ekki hreyft sig í gær, skokkaði létt við hlið okkar inn á læknastofuna. Dýralæknirinn lyfti höndum og varð á orði að þetta væri kraftaverk :-)
Ég kallaði eftir fyrirbænum handa henni Dúfu minni í gær. Ég veit að margir urðu til að svara því kalli og það skilaði sér svo sannarlega!
Þúsund þakkir til ykkar sem senduð henni Ljós og bænir. Þetta getum við þegar við leggjum krafta okkur saman :-)
No comments:
Post a Comment