Dúfan mín er öll að koma til en það tekur tíma að jafna sig af svona alvarlegri eitrun. Hún er aðeins farin að borða vissan mat, við gefum henni lyfin sín svo hvílir sig mikið en hreyfir sig inn á milli. Við förum út og viðrum okkur og hlustum á yndislega fuglasönginn :-)
En ég hef verið að hugsa að það er eins gott að fólk passi upp á hvað hundarnir eru að hnusa í úti. Kenningin er að Dúfa hafi kannski étið ofskynjunarsveppi. Reyndar er það ekki alveg fullvíst og verður kannski seint sannað alveg. Við fundum sveppi í bakgarðinum okkar en höfum ekki þekkingu í að greina þá nákvæmlega. Samkvæmt gúgli gætu þetta verið stórhættulegir sveppir en hvað vitum við svosem.
Er einhver sem þekkir þetta?
Svona líta þeir út að ofan og undir.
Dúfa horfir á Krumma litla fjörkálf leika með "bróður sinn bulldoginn". Hann er frekar fyndinn með þennan stóra bangsa út um öll gólf og sofnar svo hjá honum líka :-)
Elsku Dúfan mín er enn þreytt og þarf mikla hvíld en hún er á greinilegum batavegi.
Þarna eru Krummi litli og Embla Sól í góðu stuði, Dúfu finnst þetta gaman en kannski fullmikið af því góða. Enda fór hún svo að leggja sig í friði á meðan litlu grislingarnir héldu áfram að leika sér :-)
Er þetta ekki bara dásamlegt :-) Þau ná svo vel saman eins og Embla Sólin mín og Dúfa ná vel saman. Kisurnar eru farnar að koma nær hvolpinum og tala við hann. En allt á rólegu nótunum og þær eru misfljótar kisurnar að bjóða svona nýtt kríli velkomið.
Við erum enn að reyna að átta okkur á þessu með Dúfu. Þessi helgi hefur verið algjör rússibanaferð í tilfinningum. Dýralæknarnir á Dýraspítalanum í Garðabæ eru algjörar hetjur og eiga miklar þakki skilið. Þar var allt sett á fullt og rannsakað eins og hægt er og rétt lyf gefin. Umhyggjan og hlýjan í fyrirrúmi. Við munum seint getað þakkað þeim þessa lífsbjörg. Og þið elsku vinir mínir þakka ykkur allar fyrirbænirnar, þegar við höldumst öll í hendur og öll ráð eru notuð saman þá er ekki spurning um góða lausn. :-)
2 comments:
Það er nú bara þannig með dýrin, að þau verða svo stór partur af fjölskyldunni. Dýralæknarnir í Garðabænum eru frábærir. Þeir björguðu eðalkisanum mínum sem skoppar um glaður með sína þrjá fætur. Einhver hefði ekki viljað gera svona aðgerð.
Gott að Dúfa er öll að koma til :) og gaman að sjá Krumma litla leika sér. Það er nú meira fjörið í kringum þig, með litlu Emblu skott og öll dýrin :)
knús á ykkur
Já elsku dýrin okkar eru svo sannarlega stór partur af fjölskyldunni. :)
Það er mikið fjör og gaman hjá ungviðinu á heimilinu þessa dagana. Dúfan er eins og gömul kona í augnablikinu og vill frekar rólegheitin á meðan hún er að jafna sig. Þá fer hún bara frá og hvílir sig á meðan Embla og Krummi "fjörast" um allt :)
Post a Comment