Monday, August 23, 2010

Aðeins tvær eftir

Aðeins tvær læður eftir, yndislegar, kátar og skemmtilegir karakterar. Gætu vel farið saman á heimili, þær sofa yfirleitt saman í kássu :-)

Algerar bjútísystur, finnst þér ekki?

Snúllan hún Snotra bjútí búin að koma sér fyrir í töskunni minni


Dúllan með gráu táslurnar að leika við hundinn systirin ekki langt undan :-)


þessi fagra með hvíta sokka og ...



... systirin með gráu táslurnar 

Algjörar krúttsystur :-)


Tuesday, August 17, 2010

Kisukrúsudúllur

Aðeins þrjú kisukrútt eftir af þessum yndislegu karakterum. 
Þau eru síamsblandaðir, þriggja mánaða, fædd 8. maí 2010. 

Þeir eru hundavanir og leika við fleiri kisuættingja og börn á heimilinu og auðvitað löngu kassavanir. 
Við eigum mömmuna og ömmu og erum í sambandi við fleiri ættingja þeirra og getum hiklaust mælt með eiginleikum þeirra og skemmtilegum karakterum. Þeir eru líka  sérstaklega mjúkir á feldinn, með stór falleg augu og "tala" hátt. :-)

Systurnar fögru sem við köllum stundum Snúllu og Dúllu :-)

Og ljúfi strákurinn hann Snáði með fallega síamsvöxtinn.

Þau eru auðvitað forvitin eins og kisum ber og bjóða gjarnan fram "aðstoð sína" við ýmis verkefni á heimilinu.

Það getur verið mjög skemmtilegt að leika við stóra hundinn á bænum og hann er að læra tökin á þessu :-)

Dúllan litla með gráu tærnar, svo sæt og ljúf og leggur sig gjarnan sem næst manni ... ef hún er ekki upptekin við að hasast í hundinum ;-)

Snúlla litla Snotra er minnst og kallar hátt og mikið ef hún uppgötvar allt í einu að hún er ein í herbergi og kemur síðan hlaupandi á fleygiferð til okkar hahaha
Hún þarf mikla athygli og leggur sig yfirleitt hjá einhverjum, hvort sem það er manneskja, kisa eða hundurinn.


Snáðinn er stærstur enda strákurinn í hópnum. Hann sleikir mann mikið og er skemmtilegur fjörkálfur :-)
Við þurfum að koma þeim á ný góð heimili sem allra fyrst. Ef þið hafið áhuga, tíma og getu til að bæta svona krúsufélaga á heimilið, hringið í Ragnhildir í síma 694-3153, við erum búsett í Hafnarfirði.

Friday, August 6, 2010

Nú varstu heppinn! ennþá til krútt hjá Röggu :-)

Yndislega skemmtilegir kettlingar leita að nýju góðu heimili. Þeir eru alveg tilbúnir að flytja að heiman, auðvitað löngu kassavanir, ljúfir, kelnir, fjörugir, fallegir og miklir karakterar :-)


Vantar þig góðan vin?
eða aðstoð við tölvuvinnsluna? ...

eða hjálp með þvottinn? 

Kannski vantar þig einhvern til að sjá um hárið?

ljúfan vin fyrir hundinn þinn?

eða mjúkan malandi uppeldisfélaga fyrir sólargeislann í lífi þínu ?

Eða bara fjör á heimilið??

Eða falleg rólegheit? 

Það er líka nauðsynlegt að hafa aðstoð við að leysa úr lífsins flækjum.

Eða vantar þig bara nýjan fjölskyldumeðlim sem gerir allt þetta og gefur hlý knús að auki?
ég á ennþá til svona dásemdareintak.

Hringdu bara í gemsann minn 694-3153 ef þú hefur aðstöðu, tíma og hlýju fyrir svona dýrmætan vin :-)