Tuesday, December 29, 2009

Blá vetrarbirta í Hellisgerði og kettlingakrúttin

Yndislegt að fá svona fallega snjódaga í blárri vetrarbirtunni.
Ég skrapp í Hellisgerði með myndavélina og hlýjaði mér svo á heitu súkkulaði og vöfflu í Græna Kaffihúsinu í Hellisgerðinu. 


 
 
 
 
 
Nú eru flestir af litlu jólakettlingunum okkar fluttir á ný heimili :-) 
Mamman, hún Lafði Alexandra, lék sér við þá og knúsaði í kveðjuskyni.

 
Hann Kubbur er hér að leika sér í fína dúkkuhúsinu hennar Emblu frá Litlu Kistunni.
Þessi litli ljúflingur leitar enn að heimili en það verður ekki lengi :-)

Saturday, December 19, 2009

Jólakisur

Það er bara ekki hægt annað en setja inn myndir af dásemdarjólakrúttukisunum mínum :-)

Tvö krútt í körfu. Þessir eru báðir ólofaðir ennþá en verða tilbúnir í kringum áramótin. Báðir duglegir, ljúfir og yndislegir :-)



Litli og stóri bröndóttu. Algjörir hjartabræðarar :-)


Og mamma þarf að knúsa og siða til, allt í góðu jafnvægi :-)


Þessi þykist nú soldið mikið kúl ... eða er hann það kannski bara?


Gleðilega jólahátíð. Njótið vel og takið inn Ljósið og fegurðina.
Knús í hús til ykkar sem þetta lesið <3

Tuesday, December 8, 2009

Uppáhaldsárstíðin

Af óviðráðanlegum orsökum frestum við sýningu á Vináttureflinum sem átti að vera núna í desember. En við stefnum á frábæra sýningu 2010.
Minni á að Vinátturefillinn er auðvitað alltaf til sýnis á heimasíðunni. Skoðið alla frábæru vinabútana! komnir tveir nýjir í síðustu viku, alls 270 stykki frá fimm heimsálfum :-)

Það er alltaf róandi og gefandi að sitja með handavinnu og hugleiða jafnvel á meðan.
Nú er þessi yndislegi árstími Aðventan. Þar sem litla innra barnið í manni fær útrás í gleði yfir ljósum, fjölskyldusamveru, föndri, söng og ýmsum skemmtilegheitum :-)
Njótum þess saman :-)



 Krummi minn litli yndislegi englavinur minn kann að setja sig í rétta stemningu fyrir hátíðina ;-)