Tuesday, December 8, 2009

Uppáhaldsárstíðin

Af óviðráðanlegum orsökum frestum við sýningu á Vináttureflinum sem átti að vera núna í desember. En við stefnum á frábæra sýningu 2010.
Minni á að Vinátturefillinn er auðvitað alltaf til sýnis á heimasíðunni. Skoðið alla frábæru vinabútana! komnir tveir nýjir í síðustu viku, alls 270 stykki frá fimm heimsálfum :-)

Það er alltaf róandi og gefandi að sitja með handavinnu og hugleiða jafnvel á meðan.
Nú er þessi yndislegi árstími Aðventan. Þar sem litla innra barnið í manni fær útrás í gleði yfir ljósum, fjölskyldusamveru, föndri, söng og ýmsum skemmtilegheitum :-)
Njótum þess saman :-)



 Krummi minn litli yndislegi englavinur minn kann að setja sig í rétta stemningu fyrir hátíðina ;-)


2 comments:

Sigrún Grindjánastelpa said...

Ótrúlegur vináttutrefillinn, og hugmyndin frábær :)
Það segirðu satt, að þessi árstími er yndislegur. Það er ekkert betra en skemmtileg og kósí samvera með fjölskyldunni.
Besta aðferðin mín til að finna hugarró eru prjónarnir. Og það er líka svo gaman að skapa eitthvað, og ekki verra ef maður getur glatt aðra með því ;)
Knús á þig yndislegust :)

RagJó said...

Takk Sigrún, Vinátturefillinn er held ég með því allra skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina :-) Það er svo margt innifalið í hverjum vinabút og saman er orkan dásamleg.
Knús vinkona og takk fyrir innlitið :)