Thursday, November 26, 2009

Kisukrútt og Vinátturefill

Það dimmir og kólnar úti en hjartað tekur stöðug hamingjuhopp yfir litlu dásamlegu kisusnúllunum.

Mamman er þvílíkt stolt yfir krílunum sínum enda er það ekki að undra :-)

Allir hrúgast á spena og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt þá byrja að mala. Mamman malaði allavega eins og vel smurð hjartavél :-)

Enn eiga augun það til að rúlla til hliðar, ekkert smá sætt haha
 
 Það er svo gott að kúra saman í hrúgu, finna ylinn hver frá öðrum og heyra malið í mömmu sín.

Frá miðri krútthrúgunni er svo hægt að byrja að skoða heiminn,
það er greinilega margt forvitnilegt sem á eftir að rannsaka ...

En fyrst um sinn þarf að drekka og stækka í öruggum mömmufaðmi.

Og nú er best fyrir mig að halda áfram að undirbúa sýninguna á Vináttureflinum sem við ætlum að opna 10. desember í sal Alliance Francaise í Tryggvagötunni :-)

Kíkið bara á heimasíðuna og skoðið alla frábæru vináttubútana og fleiri eru að bætast við :-)
Viltu vera með? www.ragjo.is

3 comments:

Anonymous said...

Yndislegar myndir kæra mín og svo var ég að skoða hina síðuna þína og fræðast meira um þig ekki sakaði það mitt álit á þér ljúfust, ekki að mitt álit skippti einhverju máli, heldur að það var gaman fyrir mig að komast að þessu.
Mun örugglega heimsækja þig í litla herbergið er ég kem suður, sem ekki verður alveg á næstunni, því miður.
Kærleik til þín og góða helgi.
Milla

RagJó said...

Þakka þér fyrir yndislega Milla :-)
Það væri gaman að fá þig í heimsókn í Litla herbergið einhvern daginn.
Nú fer ég á fullt að vinna í Vináttureflinum og það er svo gaman! :-)
knús og kveðjur og hjartans þakkir fyrir innlitið <3
Ragga

Sigrún Grindjánastelpa said...

Þetta eru nú meiri krúttlingarnir. Ég er ekki frá því að ég sé farin að mala við að horfa á þessar myndir :)
Eigðu góða helgina elsku Ragga mín <3
Sigrún