Tuesday, December 29, 2009

Blá vetrarbirta í Hellisgerði og kettlingakrúttin

Yndislegt að fá svona fallega snjódaga í blárri vetrarbirtunni.
Ég skrapp í Hellisgerði með myndavélina og hlýjaði mér svo á heitu súkkulaði og vöfflu í Græna Kaffihúsinu í Hellisgerðinu. 


 
 
 
 
 
Nú eru flestir af litlu jólakettlingunum okkar fluttir á ný heimili :-) 
Mamman, hún Lafði Alexandra, lék sér við þá og knúsaði í kveðjuskyni.

 
Hann Kubbur er hér að leika sér í fína dúkkuhúsinu hennar Emblu frá Litlu Kistunni.
Þessi litli ljúflingur leitar enn að heimili en það verður ekki lengi :-)

1 comment:

Sigrún Grindjánastelpa said...

Það hlýtur að vera draumur að búa beint fyrir ofan Hellisgerði. Alltaf svo mikil ró og fegurð í myndunum þínum þaðan.
Kisukrúttin eru bara æði. Ég finn samt pínulítið til með Lady Alexöndru að þurfa að kveðja litlu krúttin sín. Knúsumyndin af henni með kettlingnum er yndisleg, móðurástin er svo falleg :)
Nýárskveðja frá okkur Grindjánum