... með sína litadýrð, uppskeru og kertaljósakvöld.
Mitt helga reynitré sýnir skýrt hvaða árstíð er í gangi. Blómstrar fagurlega að vori og gefur góða og fallega uppskeru að hausti, veitir fuglum himinsins skjól og okkur mannfólkinu hlýju í hjarta.
Okkur Emblu ömmustelpu, finnst notalegt að sitja inni og sauma, þegar hausta tekur :-)
Nú eru allir kettlingarnir komnir með ný og góð heimili. Mía litla ákvað fljótt að hún ætlar að búa hér áfram og finnst það engum neitt mjög leiðinlegt .... ;-)
Allar árstíðir hafa sinn sjarma sem vert er að njóta til fulls. Þó að sólin sé æ lægra á lofti hið ytra, rís hún stundum því meir hið innra yfir veturinn.
En kisukrúttin halda áfram að kúra og knúsast, sama hvað öllum árstíðum áhrærir :-)