Saturday, October 3, 2009

Þakkir fyrir Lífið og Ljósið


Okkur Dúfu langar að þakka ykkur öllum sem báðuð fyrir Dúfu og senduð henni Ljós og góðar sterkar hugsanir. Þó að hún hafi ekki læknast á líkama þá fékk hún auka daga með okkur, svo við gætum kvatt hana og hún okkur.
Ég vaknaði upp nóttina eftir að hún dó og sá hana Dúfu sveipaða Ljósi. Bænaljósinu frá ykkur og okkur öllum. Hún var laus við alla verki, var orðin frjáls og hress til að hlaupa og leika sér. Það er eins með dýrin okkar eins og mennina, bænin virkar alltaf þó það sé ekki á þann hátt sem við ætluðum.

Þessa mynd af Dúfu tók ég daginn áður en hún dó.


Krummi litli skyldi ekki alveg af hverju hún vildi ekki leika við hann. Hann er búinn að kalla á hana Dúfu og leita að henni um allt. Eins hafa kettirnir gert.
Emblan mín er að læra á Lífið, sumt er erfitt að skilja en börn eru svo ótrúleg og leggja sinn skilning í tilveruna. Og svona er Lífið, það hefur óvæntar beygjur og óvæntar dýfur en það hefur líka óvæntar hæðir. Málið er að standa áfram og taka Veginn eins og hann kemur og gera það besta úr honum.
 
Þegar maður syrgir, þá er eins og sorg yfir öllu sem hefur hent mann gegnum tíðina komi aftur upp á yfirborðið. Maður fær tækifæri til að klára ógrátna sorg, fyrir það ber manni líka að þakka.
 
Þarna féllu Lalli og Dúfa hvort fyrir öðru og tvö ógleymanleg ár voru framundan.
Það er nauðsynlegt að syrgja, læra og þakka fyrir.

Nú getur hún Dúfa, með endurnýjuðum styrk sínum, gengið á fjöll með öðrum dýrum og föður mínum sem hefði orðið áttræður daginn sem Dúfa fór til hans.

 Lífið deyr aldrei, það verða breytingar á tilverunni en Lífið heldur alltaf áfram :-)

2 comments:

Sigrún Grindjánastelpa said...

Knús á ykkur elskuleg mín. Það er sárt að sjá á eftir dýrunum sínum. Dúfa hefur vonandi verið glöð að hitta Magna vin sinn á ný, ásamt öllum hinum dýrunum.

Bestu kveðjur frá okkur Grindjánum.

Anonymous said...

Mín ljúfasta ég bara skammast mín, hef ekki verið svo mikið inn á síðum undanfarið.
Samhryggist ykkur og skil svo vel, hef lent í þessu oft og veit um sársaukan og sorgina.
Sjáið ekkert gerist án ástæðu, þið fáið Krumma inn til ykkar kolfallið fyrir hans sjarma, hann var ætlaður ykkur til huggunar.
Kærleik til ykkar kæra fjölskylda
Milla