Friday, October 9, 2009

Hundalíf

Þegar "maður" er lítill hvolpur á nýju heimili þá er ýmislegt sem þarf að læra. Það þarf að skoða og þefa allt húsið hátt og lágt, finna út hvar maturinn er og svo auðvitað að kynnast öllum hinum í hópnum.

Það þarf margt að skoða, upplifa og læra. Þegar mikið er að taka inn, getur verið gott að sitja sem næst mömmu sín, helst á tánum á henni og finna þannig hvernig orku hún gefur frá sér, svo hægt sé að læra af.

Krummi litli reynir að fá Herra Albus Dumbledore til að leika við sig ...

Hann Albus, mesti töffarinn á bænum tekur Krumma vel og leyfir honum að kissa á báttið sitt. Albus nefnilega náði sér í sár á ennið í síðustu slagsmálum götunnar.
 
Emblan okkar og Krummi litli tengjast strax sterkum böndum. Ég held að hún hefði ekki getað fengið betri huggun í söknuðinum eftir Dúfu heldur en svona fjörugan og yndislegan hvolp. (takið eftir kollinum á hvolfi upp í sófa, það voru litlar tennur sem gátu ekki látið kollinn í friði .... ;-) Heimilið er semsagt undirlagt eins og alltaf þegar nýtt ferfætt krútt kemur inn á heimili :-)

 Frá upphafi náðu þau vel saman litlu krúttin. Algjörlega dásamlegt að fylgjast með þeim :-)
 
Hann Krummi er svo heppinn að hafa eignast vin í næsta húsi, hann Flóka. Flóki kom í heimsókn og það var mikið fjör og mikið gaman :-)

 Þeir ræða málin vinirnir Krummi og Albus og eru komnir nálægt því að ná bræðratengingunni. Albus var nefnilega eins mikið alinn upp af hundum eins og kisumömmu sinni. Ég hef oft grun um að hann haldi að hann sé hundur ...

 Mamma hans Albusar; hennar hátign Alexandra er hins vegar með hugann við annað þessa dagana.

Hún á nefnilega von á kettlingum um næstu mánaðarmót
og þá verður sko fjör á bænum.

5 comments:

Anonymous said...

Fallegar myndir hjá þér og gaman að fylgjast með dýraflórunni á heimilinu. Krummi kemur eins og engill til Emblu og hjálpar henni að horfa fram á við í leik. Það er ekkert hægt að staldra við eða horfa til baka með svona fjörkálf í kringum sig :-)
kveðja
Sveina

RagJó said...

Þakka þér fyrir Sveina. Hann er sannarlega himnasending hann Krummi litli :-)
bestu kveðjur
Ragga

Anonymous said...

Sæl Ragga mín mikið er gaman að koma hér inn og lesa og skoða yndislegu myndirnar þínar, það var vita mál að Krummi mundi una sér vel.
Kærleik til þín
Milla

RagJó said...

Takk kærlega Milla mín, já það gengur bara vel með Krumma litla :-)

Sigrún Grindjánastelpa said...

Þau eru svo sæt saman. Embla heppin að geta skondrast upp til ömmu og afa og leikið við öll dýrin. Held það skipti miklu máli að leyfa börnum að alast upp innan um dýr.
Albus er náttúrulega mesti töffarinn. Hann gerir greinilega sitt til að halda öllum "Blörrum" frá sínu yfirráðasvæði :)
Það verður gaman að fá að fylgjast með fjölguninni... eins gott að vera vel undirbúinn áður en maður fær krúttkast.. hahaha!
Knús á ykkur fjörkálfana :)