Monday, September 28, 2009
Dúfusagan framhald :-)
Saturday, September 26, 2009
Vindar blása en sólin skín samt :-)
Thursday, September 24, 2009
Krummi flytur inn :-)
Í gær og í dag voru þannig dagar.
Á meðan á því símtali stóð heyrði ég í lítilli rödd í hjartanu sagði: "þessi litli hvolpur er ætlaður til að búa hjá okkur." Eftir því sem ég veitti röddinni meiri athygli, stækkaði hún og varð ákveðnari og gaf mér nafn á hundinn!
Ég ákvað að kíkja allavega á hann .... Við fórum og heimsóttum yndislegt heimili sem því miður, vegna sérstakra ástæðna gat ekki haft krúttið hjá sér.
Þetta mætti mér í dyrunum ..... og ekki allt búð enn: hann teygði upp framloppurnar og horfði á mig þessum djúpvitru augum og sagði: "Viltu taka mig upp?" Ég auðvitað lyfti honum upp, hann gerði sér lítið fyrir og tók utan um hálsinn á mér og kúrði í hálsakot þar til allir í kring sögðu: "aaaaaawwwww" ................ Þar með var bara ekkert aftur snúið.
Fjölskyldufundurinn um kvöldið með myndum og sögum skilaði auðvitað bara jákvæðum atkvæðum.
Og Krummi flutti inn
Ef það voru einhverjar áhyggjur um hvernig Dúfa tæki þessum nýja einstaklingi á heimilið, þá voru þær ekki lengi að hverfa.
Dúfa: "Arrrrrgggghhhhhhh "
Krummi: "Úpppssss, ég gekk of langt"
Krummi: "Fyrirgefðu Dúfa mín bestust"
Dúfa: "............. Ok "
Krummi: "Er allt í lagi núna?"
D'ufa: "KOmdu þá, ég skal leika en bara þegar ÉG nenni því ...." ;)
Krummi: "Jibbýýý´!!! gaman!"
Bara krútt
Og hér er hann elsku litla krúttið okkar hann Krummi.
Ég er ansi hrædd um að hér á blogginu verði fleiri sögur af þessum krúttusnillingi sem datt svon yndislega í fangið á okkur.