Ennþá er maður að reyna að finna út hvort það er haust eða hvort þetta heiti núna vetur. Ég er aldrei alveg viss og skipti stöðugt um skoðun :-)
En allavega er maður meira inni í hlýjunni, liggur og hvílir sig og leyfir skrokknum að fylgja árstíðunum í orkuskiptum ...
eða heitir það kannski bara leti? ;-)
Það er spurning hvort Edda ætlar alls ekki að missa af ef það hringir einhver eða hvort hún sofnaði bara yfir hundleiðinlegu samtali ... haha
Það getur verið svo notalegt að kúra sig undir teppi með sauma eða einhverja handavinnu, ég tók mig til og saumaði eitt lítið jólabox sem
Judy Grant Vinátturefilsvinkona sendi mér um daginn.
Edda varð að athuga vinnubrögðin auðvitað ;-)
Og hér sést litla boxið betur. Judy sendi mér pakka með þessu skemmtilega setti til að sauma. Svo það er aðeins kominn smá jólafílingur ...
Ég tók líka upp heklunálina og fann mér garn úr bunkanum mínum, til að prófa húfu með deri.
Hún kom svona út ...
og svona fyrir Emblu Sól. Hún sagði nefnilega þegar amman var að hekla:
"Amma gera líka húfu "alvegeinsogeins" á Emblu" með stórt vongott spurningamerki í augunum. Amma sagði auðvitað: "Já já, viltu græna?"
Og svo var rekið á eftir mér þar til húfan var tilbúin :-)
Svo er það hún Alex, sjálf hennar hátign lafði Alexandra, hún ætlar að koma með jólakettlingana í ár. Nú fer að líða að fæðingu og allt að verða klárt. Æ, þetta er svo gaman, bara vona að þeir verði ekki mjöööööööög margir .... ;-)