Tuesday, December 29, 2009

Blá vetrarbirta í Hellisgerði og kettlingakrúttin

Yndislegt að fá svona fallega snjódaga í blárri vetrarbirtunni.
Ég skrapp í Hellisgerði með myndavélina og hlýjaði mér svo á heitu súkkulaði og vöfflu í Græna Kaffihúsinu í Hellisgerðinu. 


 
 
 
 
 
Nú eru flestir af litlu jólakettlingunum okkar fluttir á ný heimili :-) 
Mamman, hún Lafði Alexandra, lék sér við þá og knúsaði í kveðjuskyni.

 
Hann Kubbur er hér að leika sér í fína dúkkuhúsinu hennar Emblu frá Litlu Kistunni.
Þessi litli ljúflingur leitar enn að heimili en það verður ekki lengi :-)

Saturday, December 19, 2009

Jólakisur

Það er bara ekki hægt annað en setja inn myndir af dásemdarjólakrúttukisunum mínum :-)

Tvö krútt í körfu. Þessir eru báðir ólofaðir ennþá en verða tilbúnir í kringum áramótin. Báðir duglegir, ljúfir og yndislegir :-)



Litli og stóri bröndóttu. Algjörir hjartabræðarar :-)


Og mamma þarf að knúsa og siða til, allt í góðu jafnvægi :-)


Þessi þykist nú soldið mikið kúl ... eða er hann það kannski bara?


Gleðilega jólahátíð. Njótið vel og takið inn Ljósið og fegurðina.
Knús í hús til ykkar sem þetta lesið <3

Tuesday, December 8, 2009

Uppáhaldsárstíðin

Af óviðráðanlegum orsökum frestum við sýningu á Vináttureflinum sem átti að vera núna í desember. En við stefnum á frábæra sýningu 2010.
Minni á að Vinátturefillinn er auðvitað alltaf til sýnis á heimasíðunni. Skoðið alla frábæru vinabútana! komnir tveir nýjir í síðustu viku, alls 270 stykki frá fimm heimsálfum :-)

Það er alltaf róandi og gefandi að sitja með handavinnu og hugleiða jafnvel á meðan.
Nú er þessi yndislegi árstími Aðventan. Þar sem litla innra barnið í manni fær útrás í gleði yfir ljósum, fjölskyldusamveru, föndri, söng og ýmsum skemmtilegheitum :-)
Njótum þess saman :-)



 Krummi minn litli yndislegi englavinur minn kann að setja sig í rétta stemningu fyrir hátíðina ;-)


Thursday, November 26, 2009

Kisukrútt og Vinátturefill

Það dimmir og kólnar úti en hjartað tekur stöðug hamingjuhopp yfir litlu dásamlegu kisusnúllunum.

Mamman er þvílíkt stolt yfir krílunum sínum enda er það ekki að undra :-)

Allir hrúgast á spena og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt þá byrja að mala. Mamman malaði allavega eins og vel smurð hjartavél :-)

Enn eiga augun það til að rúlla til hliðar, ekkert smá sætt haha
 
 Það er svo gott að kúra saman í hrúgu, finna ylinn hver frá öðrum og heyra malið í mömmu sín.

Frá miðri krútthrúgunni er svo hægt að byrja að skoða heiminn,
það er greinilega margt forvitnilegt sem á eftir að rannsaka ...

En fyrst um sinn þarf að drekka og stækka í öruggum mömmufaðmi.

Og nú er best fyrir mig að halda áfram að undirbúa sýninguna á Vináttureflinum sem við ætlum að opna 10. desember í sal Alliance Francaise í Tryggvagötunni :-)

Kíkið bara á heimasíðuna og skoðið alla frábæru vináttubútana og fleiri eru að bætast við :-)
Viltu vera með? www.ragjo.is

Friday, November 6, 2009

Krúttfæðing Alexar :-)

Jæja þá er hún Alex ... ég meina Hennar Hátign Lafði Alexandra af Hafnarfirði, orðin léttari. Og þvílík krútt sem komu í heiminn!

Embla Sól er þvílíkt montin af kisunni sinni.


Svo þurfti Embla að vera viss um fjöldann ...


"Einn, tveir, hrír, fjóri, fimm! mamma það eru fimm kettlingar!"


Einn close up. Þessi er greinilega afkvæmi "Blörra" :-)


Alex fylgist vel með þegar við knúsum litlu krílin.


Einn er svo óákveðinn í litavali, hann er með brúnbröndótt andlit og hálft bak, svart á kollinum og grátt frá miðju baki og afturúr! Svo er einn alveg einlitur brúnsvartur, einn einlitur grár, einn grábröndóttur og einn brúnbröndóttur. En allir eru algjörar krúsidúllur :-)


Það er greinilega ekki alveg jafnskipt gæðunum í móðurkviði. Sjáiði stærðarmuninn á þessum svarta og þessum ... litaóákveðna.


Æ, þetta er svo sætt :-)

Monday, October 26, 2009

Stóri litli Krummi bloggar

Ég Krummi, ákvað að skrifa ykkur nokkrar línur á tölvuna eins og mamma gerir alltaf.

Það skemmtilegasta sem ég veit er að vera úti í garði og fylgjast með umhverfinu. Þar eru fuglar að fljúga og fólk að labba framhjá. Bílar og kettir eða einhver að gera við húsið sitt. Alltaf eitthvað að sjá og fylgjast með.

 Hérna get ég setið tímunum saman. Mamma segir að ég sé stór lítill strákur. 
Sjáið þið augnsvipinn minn? þennan nota ég óspart þegar mig langar eitthvað .... og hann virkar alltaf ;-)
Mamma útbjó langt band svo ég gæti verið einn hérna úti að horfa, þurfti ekki annað en þetta augnaráð ... ;-)


 Og svo er ýmislegt inni í garðinum sjálfum, þó ekki sé hann stór. Fallegir litir finnast á sumum plöntunum ennþá, svo er allskyns lykt og mosi ...
 
... sem þarf að smakka.

Þessi vínrauði er svo fallegur :-)
 
Og þessi græni, mér var sagt að þetta minnti eitthvað á jól ... hvað ætli það sé?!

Mér finnst líka óstjórnlega skemmtilegt að leika við kisurnar á heimilinu. En einhverra hluta vegna eru þær ekki allar sammála mér með það. Edda fer til dæmis oft inn í dúkkuhús og ég næ henni ekkert þar.

Svo er það aðaldrottningin á heimilinu hún Alex (ansi feit, finnst ykkur ekki?). 
Hún vill alls EKKERT tala við mig, mamma segir að hún verði bráðum mjórri .... 
ég skil það nú ekki ... en mér skilst að þá verði fjör ...



Thursday, October 22, 2009

Það þarf ekki að leita langt

 til að sjá fegurð Lífsins





 


Monday, October 19, 2009

haust/vetur

Ennþá er maður að reyna að finna út hvort það er haust eða hvort þetta heiti núna vetur. Ég er aldrei alveg viss og skipti stöðugt um skoðun :-)
En allavega er maður meira inni í hlýjunni, liggur og hvílir sig og leyfir skrokknum að fylgja árstíðunum í orkuskiptum ...
eða heitir það kannski bara leti? ;-)


 Það er spurning hvort Edda ætlar alls ekki að missa af ef það hringir einhver eða hvort hún sofnaði bara yfir hundleiðinlegu samtali ... haha

Það getur verið svo notalegt að kúra sig undir teppi með sauma eða einhverja handavinnu, ég tók mig til og saumaði eitt lítið jólabox sem Judy Grant Vinátturefilsvinkona sendi mér um daginn.

Edda varð að athuga vinnubrögðin auðvitað ;-)
 
Og hér sést litla boxið betur. Judy sendi mér pakka með þessu skemmtilega setti til að sauma. Svo það er aðeins kominn smá jólafílingur ...
 
 Ég tók líka upp heklunálina og fann mér garn úr bunkanum mínum, til að prófa húfu með deri.
Hún kom svona út ...
 
og svona fyrir Emblu Sól. Hún sagði nefnilega þegar amman var að hekla:
"Amma gera líka húfu "alvegeinsogeins" á Emblu" með stórt vongott spurningamerki í augunum. Amma sagði auðvitað: "Já já, viltu græna?"
 
Og svo var rekið á eftir mér þar til húfan var tilbúin :-)

 
 Svo er það hún Alex, sjálf hennar hátign lafði Alexandra, hún ætlar að koma með jólakettlingana í ár. Nú fer að líða að fæðingu og allt að verða klárt. Æ, þetta er svo gaman, bara vona að þeir verði ekki mjöööööööög margir .... ;-)